Til máls tóku Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.
Inngangur
Lögð voru fram frumdrög að samningi um yfirfærslu (kaup) tiltekinna íbúða í eigu Fjallabyggðar inn í Leigufélagið Bríeti auk nánari lýsinga á umræddum eignum. Í máli bæjarstjóra kom fram að um væri að ræða 16 íbúðir sem til álita komi að selja inn í Leigufélagið, annarsvegar íbúðir við Ólafsvegi 32 og hinsvegar íbúðir við Hvanneyrarbraut 42. Allt eru þetta íbúðir sem hafa verið leigðar út á almennum markaði og því mun yfirfærslan, þ.e. komi til hennar, ekki hafa nein áhrif á félagsþjónustu sveitarfélagsins hvað varðar afhendingu íbúða. Leigufélagið Bríet er í sameiginlegri eigu ríkisins og sveitarfélaga, auk þess að vera óhagnaðardrifið félag. Af þeim sökum mun yfirfærslan, komi til hennar, ekki hafa áhrif á stöðu núverandi leigutaka með neinum hætti. Þá liggur fyrir að talsverð uppsöfnuð viðhaldsþörf er til staðar sem Leigufélagið myndi taka yfir komi til yfirfærslunnar.
Komi til þess að eignirnar verði selda til Leigufélagsins Bríetar mun sveitarfélagið eignast hluti í félaginu og á þann hátt hafa talsverð áhrif á stjórn þess.