Styrkumsókn - blöðrubraut

Málsnúmer 2110098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 717. fundur - 04.11.2021

Lagt er fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Siglo golf and ski club dags. 26. október 2021. Í erindinu er þess farið á leita að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðsdalsskógrækt. Einni er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsfólki Sigló golf and ski club ehf til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Á 711. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Siglo golf and ski club ehf., í erindinu var þess farið á leit að sveitarfélagið veitti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar á blöðrubraut sem félagið hyggst byggja í Skarðsdalsskógrækt. Á fund bæjarráðs mættu Róbert Guðfinnsson og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir og fóru yfir innsent erindi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Róberti Guðfinnssyni og Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Siglo golf and ski club ehf. um styrk til uppbyggingar blöðrubrautar til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.