Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson undir lið 8.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28. október 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar þess efnis að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Teiknistofu Arkitekta.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28. október 2021.
Bæjarráð samþykkir framlagða óbreytta lista sem birtir voru í b-deild Stjórnartíðinda annarsvegar 2. febrúar 2015 nr. 104 og hinsvegar 29. janúar 2019 nr. 1371.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28. október 2021.
Bæjarráð samþykkir framlagða rammaáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28. október 2021.
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla. Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að hefja undirbúning nýs útboðs vegna ræstinga í leikskólum Fjallabyggðar á þeim forsendum sem fram koma í framlögðu minnisblaði.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.