Þann 7. apríl sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Síldarleitarinnar gegn Fjallabyggð hvar Síldarleitin krafðist þess að Fjallabyggð yrði dæmd til að fjarlægja skolpdælubrunn sem stendur að mestu innan lóðar Síldarleitarinnar. Einnig krafðist Síldarleitin viðurkenningar á rétti til skaðabóta af völdum byggingar og starfrækslu dælubrunnsins og skerðingar á lóðarréttindum. Dómsorð fól í sér að Fjallabyggð var gert að fjarlægja brunninn innan fjögurra mánaða frá uppkvaðningu en gjalda dagsektir ella, einnig var réttur Síldarleitar til skaðabóta viðurkenndur ásamt og að sveitarfélagið var dæmt til að greiða málskostnað að fjárhæð 1,9 millj.kr.
Frá dómsuppkvaðningu hefur bæjarstjóri átt í samtali við forsvarsmenn Síldarleitarinnar og liggur samkomulag fyrir sem felur í sér fulla sátt aðila og uppgjör. Í samkomulaginu er annars vegar kveðið á um bætur að fjárhæð 14.3 millj.kr. og hins vegar samkomulag um skilgreindar umhverfisúrbætur umhverfis dælubrunn og á svæði austan lóðar nr. 16 við Tjarnargötu. Samhliða fyrrgreindu samkomulagi kaupir Fjallabyggð 490² lóðarhluta af Síldarleitinni á 10,9 millj.kr.
Fram er lagður dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra og ósk deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um viðauka nr. 19/2021 við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð kr. 14.268.862 sem bókist á deild 65210, lykil 4995 og kr. 10.902.500 sem eignfærast á deild 31410, viðaukanum verður mætt með lækkun á handfæru fé.
Samþykkt
Einnig samþykkir bæjarráð framlagða ósk um viðauka nr. 19/2021 við fjárhagsáætlun 2021 og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ljúka málinu í samræmi við ofangreint.