Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2019

Málsnúmer 1901023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Lagðar fram til kynningar 315. fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. desember sl. og 316. fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. janúar sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Lögð fram til kynningar 317. fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. febrúar sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lögð fram til kynningar 318. fundargerð Stjórnar Eyþings frá 12. mars.sl.

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun Stjórnar Eyþings dags. 12.mars sl.:

Stjórn Eyþings tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og er afstaða stjórnarinnar einróma í því að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Þá tekur stjórn Eyþings undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Norðausturlands, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lögð fram til kynningar 318. fundargerð stjórnar Eyþings frá 12.03.2019