Aðgerðarstjórnarrými á Akureyri

Málsnúmer 1802064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, þar sem upplýst er um að samkomulag hafi náðst við Björgunarsveitina Súlur á Akureyri um að komið verði upp aðstöðu fyrir aðgerðarstjórn fyrir Almannavarnanefnd Eyjafjarðar í húsnæði sveitarinnar, þar til að varanleg lausn finnst. Lögregluembættið og nefndin myndu sjá um að greiða kostnað við kaup á búnaði sem til þarf.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.