-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hvanneyrarbraut 26, Siglufirði.
Grenndarkynning fór fram frá 20. júlí - 16. ágúst 2017 þar sem lóðarhafar aðliggjandi lóða gafst kostur á að tjá sig um tillöguna í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin samþykkir framlaga umsókn og felur deildarstjóra tæknideildar að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum fyrir fiskvinnsluhús við Vesturtanga 7-11.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og nýr lóðarleigusamningur fyrir Grundargötu 3. Eldri lóðarleigusamningur er útrunninn.
Samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing vegna breyttrar stærðar lóðar Rarik við Hafnarbryggju 1.
Samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn Atla Jónssonar um stöðuleyfi fyrir garðhús á lóð við Hólaveg 2, Siglufirði.
Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi en bendir umsækjanda á að mögulega mætti stækka lóð hans til vesturs þannig að pláss væri fyrir garðhýsi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Þorgeirssonar um að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð milli Vesturstígs og hafnarinnar í Ólafsfirði.
Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað en nefndin bendir á byggingarlóð á suðurenda Vesturstígs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lagt fram bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem athugasemdum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.
Nefndinni hefur ekki borist formlegt erindi vegna mögulegrar gerðar styttunnar og staðsetningar hennar. Nefndin telur því ekki tímabært að fjalla um málið að svo stöddu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram tillaga tæknideildar og þjónustumiðstöðvar að hraðahindrun á Túngötu milli Eyrargötu 23 og 25, Siglufirði.
Samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn Heimis Sverrissonar um að setja blómakassa við lóðarmörk fyrir framan Aðalgötu 31, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Fjallabyggð stendur til boða gróðurmolta og kraftmolta frá Moltu ehf. sér að kostnaðarlausu fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Nefndin þiggur boð Moltu ehf. og þakkar fyrir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar þar sem óskað er eftir aðgerðum vegna útbreiðslu lúpínu í sveitarfélaginu.
Nefndin vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn Haralds Björnssonar um beitarhólf fyrir sauðfé í landi Skútu.
Umsókninni er hafnað þar sem hestamenn eru enn með umrætt svæði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram umsókn húseiganda við Hlíðarveg 1, Siglufirði um leyfi til að endurnýja bíslag á framhlið hússins í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar fyrir árið 2017.
Nefndin samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Bergþóru N. Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Opnað hefur verið sérstakt vefsvæði tileinkað aðgerðaráætlun í loftslagsmálum á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Að lokinni auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga Landslags að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar í Fjallabyggð ásamt athugasemdum og umsögnum. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 21. ágúst 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Að lokinn í auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Eyrarflöt, Siglufirði. Tillagan var auglýst frá 29. júní til 10. ágúst 2017. Lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, dags. 1. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun, dags. 14. ágúst 2017.Engar athugasemdir bárust.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017
Lagt fram til kynningar svarbréf hagsmunaaðila vegna breytinga á deiliskipulagi Hornbrekkubótar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.