Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016

Málsnúmer 1611016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 14.12.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, voru teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu vestan við Samkaup í Ólafsfirði.

    Umsögn lögð fram.

    Þá óskaði bæjarráð einnig umsagnar deildarstjóra tæknideildar í tengslum við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um framræstingu á svæðinu við Brimvelli og frágang á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

    Umsögn lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember 2016, voru tekin til afgreiðslu erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um stöðu leikvalla í bæjarfélaginu í tengslum við áskorun Bergdísar Helgu Sigursteinsdóttur á bæjaryfirvöld að þau komi upp leikvelli við Hlíðarveg í Ólafsfirði.

    Umsögn lögð fram.
    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu.

    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar í tengslum við beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.

    Umsögn lögð fram.
    Bæjarráð hafnar beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara að sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar um heimild til að selja gámaeiningar sem hafa verið notaðar við leikskólann Leikskála á Siglufirði.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna möguleika á nýtingu á einni einingu við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði fyrir veitingasölu. Deildarstjóra falið að setja gámaeiningarnar á sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Bæjarráð tók til umfjöllunar á fundi sínum 22. nóvember 2016, úthlutun byggðakvóta.

    Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 30. nóvember 2016. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 koma 135 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 62 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 114 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

    a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2015/2016. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 20 þorskígildistonn.

    b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

    Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.


    Jafnframt var lögð fram til kynningar staða á veiddum byggðakvóta vegna síðasta fiskveiðiárs.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um byggðakvóta.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, upplýsti deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála, bæjarráð um hugbúnaðarmál bæjarfélagsins, uppfærslur og gagnahýsingu í tengslum við fyrirspurn bæjarfulltrúa Kristins Kristjánssonar.
    Bæjarráð óskaði eftir minnisblaði um hugbúnaðar- og hýsingarmál bæjarfélagsins á næsta fundi.

    Minnisblað lagt fram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir október 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 913,1 m.kr. sem er 96,9% af áætlun tímabilsins sem var 941,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 42,1 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 28,8 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fyrir erindi Vinnumálastofnunar dagsett 11. nóvember 2016, um samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi.
    Um þessar mundir er Vinnumálastofnun að taka upp nýtt húsnæðisbótakerfi, en ný lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar 2017. Greiðslustofa húsnæðisbóta mun opna bráðlega og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
    Vel heppnuð innleiðing á nýju húsnæðisbótakerfi er háð góðu samstarfi milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga um land allt. Vinnumálastofnun telur afar mikilvægt að fá heimild til að nýta þá þekkingu sem skapast hefur hjá sveitarfélögum eftir áralanga umsjón með húsaleigubótum.
    Nú í nóvember mun Vinnumálastofnun opna fyrir umsóknir um húsnæðisbætur. Sótt verður um húsnæðisbætur rafrænt á heimasíðunni husbot.is. Unnið er að því að kynna nýtt húsnæðisbótakerfi og fer Vinnumálastofnun þess á leit við sveitarfélögin að þau aðstoði stofnunina við að auglýsa og kynna breytinguna fyrir skjólstæðingum sínum.
    Við innleiðingu á húsnæðisbótakerfinu er þörf á miðlun upplýsinga milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga líkt og gert er ráð fyrir í lögum um húsnæðisbætur.
    Ljóst er að sveitarfélög koma til með að greiða áfram út sérstakan húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun munu jafnan hafa áhrif á þær greiðslur. Til að auðvelda útreikning sveitarfélaga á sérstökum húsnæðisstuðningi er Vinnumálastofnun heimilt að veita upplýsingar um greiðslur húsnæðisbóta og forsendur fyrir útreikningi þeirra til sveitarfélaga.
    Í erindi Vinnumálastofnunar er óskað eftir gagnkvæmri miðlun upplýsinga og að koma á tengiliðum til að auðvelda samskipti á milli aðila.

    Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samráð um miðlun upplýsinga til Vinnumálastofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram upplýsingar frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samningaviðræðum við grunnskólakennara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram uppkast að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. nóvember 2016, um drög að nýrri reglugerð m heimagistingu.

    Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til athugasemda sem sett eru fram í væntanlegri umsögn.

    Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í uppkasti að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Í erindi kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóvember 2106 er óskað eftir upplýsingum um laun starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra í október 2016.
    Jafnframt er óskað eftir svari sveitarfélaga og stofnana þeirra hvort þau veiti heimild til að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega. Einnig er beðið um upplýsingar um launabókhaldskerfi sem sveitarfélög og stofnanir þeirra nota.

    Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að Samband íslenskra sveitarfélaga fái upplýsingar eins og undanfarin ár svo unnt sé að halda utan um og fylgjast með þróun launa, en hafnar beiðni um að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram til umsagnar drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 15. nóvember 2016.

    Þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Er þar m.a. kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningarnar liggi fyrir við gildistöku laganna.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagt fram erindi frá eiganda að Hólavegi 17b, Siglufirði, dagsett 25. október 2016, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð kosti úttekt og framkvæmdir vegna tjóns á fasteigninni að Hólavegi 17b Siglufirði sem rakið er til hækkaðs vatnsmagns í lóðinni eftir að framkvæmdir hófust á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Hólaveg 17b Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga samráð við Ofanflóðasjóð um úrlausn beiðninnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Tekið fyrir erindi, dagsett 14. nóvember 2016, frá eigendum að Vesturgötu 5 Ólafsfirði vegna skúrs í baklóð.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Í erindi Ferðamálastofu, dagsettu 17. nóvember 2016, er send aftur ósk um samstarfi við sveitarfélög vegna utanumhalds um gagnasafn með mögulegum viðkomustöðum ferðafólks.

    Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni og felur markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar Námsgagnasjóðs um nýjar úthlutunarreglur sjóðsins.

    Námsgagnasjóður var stofnaður á grundvelli laga um námsgögn nr. 71/2007 og hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa. Þann 31. október 2016 tóku við nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs nr. 899. Helstu breytingar með tilkomu úthlutunarreglnanna eru að:
    Grunnskólar þurfa ekki lengur að skila inn skilagrein til sjóðsins.
    Ábyrgð á eftirfylgd með ráðstöfun fjármagns úr sjóðnum er færð til rekstraraðila grunnskóla, þ.e.a.s. að þeim er ætlað að fylgjast með því að grunnskólar nýti fjármagnið samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.
    Námsgagnasjóður getur kallað eftir gögnum um ráðstöfun úthlutunarfjár frá rekstraraðilum grunnskóla.
    Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins er grunnskólum einungis heimilt að ráðstafa fjármunum úr Námsgagnasjóði til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum öðrum en Menntamálastofnun og skulu námsgögnin samrýmast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Óheimilt er að verja fjármunum úr Námsgagnasjóði til búnaðar- og tækjakaupa.

    Bæjarráð vísar nýjum úthlutunarreglum til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningardeildar og til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lögð fram umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2017.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 hefur þegar verið samþykkt í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Eyþing og Orkustofnun boða til fundar um raforkumál á Norðurlandi eystra, á Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30.

    Efni fundarins:
    -Staðan í sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra
    -Verndar og orkunýtingaráætlun
    -Virkjanir á Norðurlandi eystra
    -Staðan í orkumálum
    -Raforkuverð
    -Virkjunarkostir á Norðurlandi Eystra í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Fjórði áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar
    -Vindatlas Veðurstofunnar
    -Smærri virkjunarkostir

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar fundargerðir HNV frá 15. september 2016 og 10. nóvember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 476. fundar bæjarráðs staðfest á 140. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.