Tilkynning um fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1406055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Í 8. gr. samþykkta um stjórn Fjallabyggðar segir um fundi bæjarstjórnar.
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar heldur reglulega fundi bæjarstjórnar einu sinni í mánuði að jafnaði til skiptis í fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsinu á Siglufirði eða í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Aukafundi skal halda þegar forseti eða bæjarstjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur bæjarfulltrúa óskar þess. Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi bæjarstjórnar á undan. Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar vegna sumarleyfis".


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglulegir fundi bæjarstjórnar verði annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 17.00 eins og verið hefur.

Næsti fundur bæjarstjórnar er hinsvegar boðaður þann 3. júlí n.k. og er þar um undantekningu frá reglulegum fundartíma bæjarstjórnar.


Í 27. grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar segir um fundi bæjarráðs.

"Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku. Bæjarstjórn ákveður fundartíma bæjarráðs í upphafi kjörtímabils.
Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess."

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglulegir fundi bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00.