Breyting á deiliskipulagi Vesturtanga

Málsnúmer 1405044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26.05.2014

Á 337. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lagði bæjarráð til að sett yrði saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð á tanganum.

 

Lögð er fram tillaga að breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi Vesturtanga. Búið er að sameina lóðirnar Vesturtanga 18 og 20 í eina lóð, Vesturtanga 18 sem verður 4083 m2 að stærð eftir breytingu. Innan byggingarreits A er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð ásamt afgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
Nefndin telur að breytingin í heild sinni sé óveruleg og að það skuli fara fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna nálægum lóðarhöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30.07.2014

Á 167. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturtanga yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynning fór fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lauk henni þann 8. júlí síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust.

 

Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar.