Umsókn um lóð, Lækjargata 6c

Málsnúmer 1404066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26.05.2014

Jón Hrólfur Baldursson sækir um lóðina Lækjargata 6c Siglufirði til þess að nýta hana undir bílastæði. Er umsóknin lögð fram með fyrirvara um bílfært aðgengi að lóðinni frá Grundargötu.

 

Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að sækja þarf um leyfi nefndarinnar fyrir framkvæmdum á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014

Á 167. fundi nefndarinnar var samþykkt úthlutun á lóðinni Lækjargata 6c til Jóns Hrólfs Baldurssonar en hann hyggst nota lóðina undir bílastæði.

 

Nefndin samþykkir að afturkalla úthlutun á lóðinni í samráði við umsækjanda en samþykkir jafnframt að gerður verði afnotasamningur fyrir hluta af lóðinni og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá afnotasamningi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 09.04.2015

Lagt fram bréf Jóns Hrólfs Baldurssonar og Ólafar Kristínar Daníelsdóttur vegna aðgengis að húsi þeirra við Lækjargötu 4c og afnotasamning fyrir lóðina Lækjargötu 6c.

Tæknideild er falið að útbúa afnotasamning fyrir Lækjargötu 6c með aðgengi frá Lækjargötu. Jafnframt boðar nefndin Jón Hrólf Baldursson og Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur á næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 06.05.2015

Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir komu til fundar við nefndina til að ræða málefni lóðarinnar við Lækargötu 6c Siglufirði.