Breytingar á lóðarblöðum - rif á fasteignum Síldarvinnslunnar

Málsnúmer 1401065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 330. fundur - 28.01.2014

Lagðar fram til kynningar undirritaðar og samþykktar lóðarmarkabreytingar vegna Verksmiðjureits 1 á Þormóðseyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30.04.2014

Lögð fram tvö bréf frá Róberti Guðfinnssyni, fyrir hönd Skollaskálar ehf., annars vegar varðandi frágang lóða á hafnarsvæðinu og hins vegar varðandi síldarþró SR-46 á Siglufirði.

 

Óskar hann eftir fundi með bæjaryfirvöldum til að ræða samráð svo heildarmynd náist á hafnarsvæðinu, þ.e. í kringum Ránargötu 1b, Ránargötu 3b og aðliggjandi lóðir.

 

Nefndin fagnar því að farið verði í fegrun umhverfis á umræddum lóðum og felur tæknideild að hafa samráð við Skollaskál ehf. varðandi frágang á aðliggjandi lóðum.