Fjárrétt vestan við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við Ós

Málsnúmer 1103043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 206. fundur - 15.03.2011

Jakob Agnarsson ritar bæjarstjórn bréf dags. 9 mars f.h. hobbýbænda og fjárbýla um að byggja nýja fjárrétt við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við ós í stað þeirrar sem var urðuð við framkvæmdir vegagerðarinnar við Héðinsfjarðargöng.

Bæjarstjóri lagði fram tilvísanir í lög nr. 6 frá 21. mars 1986, en þar kemur fram m.a.:
49. gr. Sveitarstjórn eða fjallskilastjórn ber að sjá um, að til sé á hverjum réttarstað hæfilega stór fjárrétt og nægilegt dilkrými við hverja rétt, svo og að réttinni sé vel við haldið.
50. gr. Þegar byggja þarf rétt, er landeiganda skylt að leggja til land undir hana, þó ekki tún eða engi. Metnar skulu landeiganda bætur fyrir jarðrask í sambandi við nýbyggingu réttar eða endurbætur, og rétt á ábúandi á árlegu ruslagjaldi fyrir átroðning vegna réttarhalds.
51. gr. Nú er ákveðið að reisa eða endurbyggja almenningsrétt, og skal þá, ef ekki er öðruvísi ákveðið með samkomulagi aðila, kostnaður við bygginguna greiddur úr fjallskilasjóði viðkomandi fjallskiladeildar eða deilda. Heimilt er sveitarstjórn að jafna sérstaklega niður á fjallskilaskylda aðila gjaldi í fjallskilasjóð vegna réttarbyggingar, sbr. 42. gr. og 46. gr. Viðhald réttar greiðist með sama hætti. Nánari ákvæði má setja í fjallskilasamþykkt.

Bæjarráð telur rétt að vísa málinu til umræðu og afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2012. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna aðkomu Vegagerðar að fjárrétt vestan óss í Ólafsfirði, í tengslum við jarðgangagerð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Fjárbændur í Ólafsfirði vilja minna bæjarstjórn á ósk sína frá 9. mars s.l. um nýja fjárrétt við bæinn Kálfsá í Ólafsfirði.

 

Bæjarráð vísar í fyrri bókun sína, en þar kemur fram að málið verður tekið til umræðu og afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Bæjarstjóri upplýsti að Vegagerðin muni ekki koma að, eða hafa afskipti af fjárrétt vestan ósa í Ólafsfirði.