Umhverfi "Harbour House" við Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1007088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Valgeir Tómas Sigurðsson sem rekur kaffihúsið Harbour House við Ingvarsbryggju, óskar eftir því að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í að halda áfram fegrun hafnarsvæðisins við Ingvarsbryggju.

Felur nefndin tæknideild að vinna að lausn málsins í samráði við viðkomandi aðila.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11.10.2010


Ganga þarf frá svæði framan við Harbour House við Ingvarsbryggju. 


Tilboð hefur borist í hellulögn á svæðinu og óskar nefndin eftir aukafjárveitingu í verkið.  Sveitarfélagið mun sjá um yfirborðsfrágang og lóðarhafi um annan frágang, svo sem niðurfall og snjóbræðslu.