Síldarævintýrið 2003 - Hátíðin í ár verður sérlega glæsileg

Þegar Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins unnu þúsundir verkamanna og kvenna við síldina og nokkurs konar gullgrafarastemming var ríkjandi Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, allstaðar líf og fjör. Þessa stemmingu er ætlunin að reyna að endurskapa með virkri þátttöku heimamanna og gesta. Hátíðin núna er forsmekkur af enn stærri hátíðarhöldum sem verða sumarið 2004 en þá er von á tignum gestum til Siglufjarðar s.s. forseta Íslands og Hákoni krónprins Noregs og konu hans Mette – Marit. Þeir sem koma fram á Síldarævintýrinu nú í sumar eru m.a.: Hljómar “frægasta íslenska hljómsveit allra tíma” Miðaldamenn með Sturlaug í fararbroddi, hljómsveitin Stormar spilar og félagar úr Harmonikkusveitinni munu þenja nikkurnar. Hljómsveitirnar The Hefners og Von munu leika fyrir dansi, einnig munu hin frábæru Eva Karlotta, Þórarinn og ‘Omar skemmta. Dansleikir verða haldnir bæði utan og innandyra, og skemmtidagskrá verður á torginu jafnt dag sem kvöld. Kappreiðar verða haldnar á nýjum velli hestamannafélagsins og munu stórkostlegir hestar og knapar heimsækja Siglufjörð. Hestaleiga verður í gangi alla helgina. Fílapenslar koma saman eftir nokkurt hlé og skemmta eins og þeim einum er lagið, Hlöðver Sigurðsson mun gleðja tónelska með því að syngja nokkur létt einsöngslög og aríur. Leikfélag Siglufjarðar mun sjá um barnadagskrá og Sprell-leiktæki verða á staðnum. Síldarminjasafnið verður að sjálfsögðu opið og þar verður söltun með öllu því fjöri sem síldarstúlkurnar eru þekktar fyrir. Að vanda verður messað í Hvanneyrarskál og Gústa guðsmanns verður minnst. Einnig er fyrirhugað að hafa brennu og flugeldasýningu en það fer nokkuð eftir veðri. Hið árlega stjóstangveiðimót Sjósigl verður að venju haldið um verslunarmannahelgina. A Siglufirði eru frábær tjaldstæði í hjarta bæjarins og inni í dal. Sundlaugin verður opin frá morgni til kvölds og verslanir hafa rúman opnunartíma. ‘Agætur golfvöllur er til staðar og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi í næsta nágrenni og hægt verður að aka yfir hið stórfenglega Siglufjarðarskarð. Við bjóðum landsmenn velkomna til Siglufjarðar. Þeim sem vilja fræðast nánar um Siglufjörð og Síldarævintýrin, fyrr og nú, er bent á heimasíðu bæjarins www.siglo.is Að endingu skal hér bent á að Siglfirðingum hefur verið boðin þátttaka í menningarnótt í Reykjavík þann 16. ágúst Hafi fjölmiðlar áhuga á að fjalla frekar um hátíðina eða að fá ítarlegri upplýsingar þá vinsamlegast hafið samband við Theodór Júlíusson síma 898-5495