Ríkið styrkir byggingu bátahúss.

Miðvikudaginn 26. mars var undirritaður samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Síldarminjasafnsins um 35 millj. kr. styrk ríkisins til byggingar stórrar bátaskemmu. Menntmálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, undirritaði samninginn ásamt Örlygi Kristfinnssyni safnstjóra við hátíðlega athöfn í Róaldsbrakka. Viðstaddir voru forseti Alþingis, fulltrúar Mentamálaráðuneytis, nokkrir alþingismenn, forráðamenn safnsins, bæjarfulltrúar og fréttamenn. Með þessum samningi er það tryggt að ráðist verði í byggingu bátahússins á þessu ári. Undirbúningur útboðs er hafinn og vænta má að verksamningur verði undirritaður í apríl. Verkið gæti síðan hafist í maí og húsinu lokað í október-nóvember.- Sjá nánar frétt á http://www.siglo.is/herring