Málefni eldri borgara

Félagsþjónusta skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má meðal annars með heimaþjónustu, félagsráðgjöf og  heimsendingu matar.  Jafnframt skal  öldruðum tryggður aðgangur að félags- og tómstundastarf við hæfi.
Aldraðir eiga rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélags að öðru leyti fer um málefni þeirra samkvæmt lögum um málefni aldraða.

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu.

Nánari upplýsingar um þjónustu Fjallabyggðar má lesa með því að smella á hlekkina hér neðar.

Fréttir

Hornbrekka Ólafsfirði - Laus staða sjúkraliða

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa frá 1. febrúar 2025 fram á haustið.
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2024

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani mánudaginn 9. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Samverustund heldri borgara á Síldarkaffi alla föstudaga til jóla

Síldarkaffi býður heldri borgurum í Fjallabyggð til samverustunda í Salthúsinu alla föstudaga kl. 13:30.
Lesa meira

Hátindur 60+ hlýtur styrk úr Fléttunni í ár

Fyrirtækið Memaxi, Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu og hlaut verkefnið 7.500.000 kr. stryk. 
Lesa meira

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð 18. september 2024

Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum. Einnig verða kynntar hugbúnaðarlausnir sem og lausnir sem nýtast stærri skipulagsheildum.Við hefjum dagskrá kl: 10:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði með örkynningum frá sýningaraðilum en að þeim loknum er hægt að eiga nánara samtal.
Lesa meira