Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik

Málsnúmer 2310063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15.11.2023

Lögð fram umsókn frá Rögnvaldi Guðmundssyni f.h. Rarik þar sem sótt er um lóð undir dreifistöð á milli Snorragötu 4 og 6 á Siglufirði. Húsið sem ráðgert er að nota verður 2,48x3,44 m að grunnfleti. Einnig lögð fram teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um og mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi Snorragötu svo hægt verði að skilgreina og úthluta lóð undir fyrirhugaða dreifistöð Rarik. Breytingin telst óveruleg og skal því fara fram grenndarkynning fyrir lóðarhafa Snorragötu 4 og 6, í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Snorragötu 2-6 sem grenndarkynnt var lóðarhafa Snorragötu 4 og 6 frá 29.11.2023 - 1.1.2024 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafi gerði ekki athugasemdir við tillöguna en benti á að aðgengi á nýja lóð undir dreifistöð Rarik væri í gegnum lóðina Snorragötu 6 og það væri ekki hlutverk lóðarhafa Snorragötu 6 að tryggja Rarik aðgang að spennistöðinni.
Varðandi kvöð um innkeyrslu sem er skráð á lóðina Snorragötu 6 og hefur verið frá því deiliskipulagið var upphaflega hannað, þá snýst það um að ekki séu fleiri innkeyrslu-stútar inn á Snorragötu með tillit til umferðaröryggis og kröfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Með þessari breytingartillögu er lagt til að samnýta þann innkeyrslustút fyrir Snorragötu 4A líka. Það er ekki ætlunin að lóðarhafi Snorragötu 6 þurfi að tryggja aðgengi að spennistöðinni, heldur að Rarik sé heimilt að komast að lóð sinni þarna í gegn, hvort sem það er á bíl eða gangandi.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi við Snorragötu 2-6 verði samþykkt.