Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4 og 15.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "3210052 - Ólafsvegur 4". Einnig lagt til að vísa 4. lið fundargerðarinnar til 10. sérliðar þessa fundar, "2212025 - Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 7. lið fundargerðinnar.
.1
2310067
Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun
Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 3. nóvember 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2024 til umfjöllunar og afgreiðslu fastanefnda. Tillögunni er einnig vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar þann 27. nóvember næstkomandi og beinir bæjarráð því til formanna nefnda og deildarstjóra að nefndirnar ljúki umfjöllun og afgreiðslum sínum fyrir 17. nóvember.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.15
2310072
Trúnaðarmál
Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 3. nóvember 2023.
Bókun fundar
Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.