Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 1. nóvember 2023.

Málsnúmer 2310010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 235. fundur - 09.11.2023

Fundargerð hafnarstjórnar er í níu liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir 8. lið fundargerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að skipaður verði starfshópur um framtíðarsýn sveitarfélagsins á móttöku skemmtiferðaskipa og farþega, svo sem markaðssetningu, greiningu þjónustuinnviða og afþreyingu fyrir farþega. Starfshópnum er ætlað að hefja störf í upphafi árs 2024 og skila af sér afurð fyrir 31. mars 2024.
Samþykkt með 7 atkvæðum.