Fundargerð bæjarráðs er í 20 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 9
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.2
2309040
Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokað útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð. Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir umsögnina og tekur undir ábendingar varðandi mikilvægi þess að lágmarka safnhauga eins og kostur er. Þá óskar bæjarráð eftir að tæknideild geri tillögu að viðbót við forgangsreglur moksturs- og hálkuvarna með því að gera drög að sérstökum kafla um forgangsröðun moksturs á göngustígum og gangstéttum og leggja fyrir skipulag- og umhverfisnefnd.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2211098
Viðhaldsmál í Skálarhlíð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023.
Í samræmi við tillögu deildarstjóra þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2212025
Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023.
Bæjarráð samþykkir í samræmi við tillögur tæknideildar að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.9
2310020
Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka
Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13. október 2023.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna tækifærisleyfis.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.