Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 1. áfangi

Málsnúmer 2306021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lögð fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um fullnaðarhönnun og framkvæmd 1. áfanga göngu- og hjólreiðastígs í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 799. fundur - 11.08.2023

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á framkvæmdum við göngu og hjólastíg meðfram þjóðvegi í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til þess að bjóða út í lokuðu útboðði 1. áfanga þjóðvegar í þéttbýli í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf., Smári ehf., LFS ehf., Bás ehf. og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 801. fundur - 25.08.2023

Tilboð voru opnuð í 1. áfanga vegna gerðar göngu og hjólastígar við þjóðveg í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð. Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 47.175.820
Smári ehf 36.057.530
Kostnaðaráætlun 43.800.000
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Smára ehf. kr. 36.0579.530,-