Hönnun á fuglaskoðunarskýlum við Eyjafjörð

Málsnúmer 2302057

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 22.03.2023 um hönnun fuglaskoðunarskýla í Fjallabyggð, ásamt kynningarefninu "Birding Iceland".

Fjallabyggð er aðili að sameiginlegri umsókn um styrk í Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra (SSNE) vegna hönnunar fuglaskoðunarhúsa á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkur fékkst úr sjóðnum í verkefnið. Samstarfsaðilar verkefnisins á Eyjafjarðarsvæðinu eru ásamt Fjallabyggð, Akureyrarbær og Hörgársveit.

Með verkefninu verður ferðamennska í tengslum við fuglaskoðun á Norðurlandi styrkt. Á undanförnum árum hafa nokkur fuglaskoðunarskýli risið á Norðurlandi og hefur það þegar skilað auknum áhuga á þessari tegund ferðamennsku, sem er mjög vaxandi á landsvísu.

Sótt var um styrk að upphæð kr. 2.850.000. Því miður fékkst eingöngu styrkur að upphæð kr. 1.500.000.- Gert er ráð fyrir að hlutur sveitarfélaga sé kr. 250.000.- fyrir hönnuninni.

Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að taka þátt í verkefninu Hönnun á fuglaskoðunarskýlum.