Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í fimm liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.2
2202080
Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 2. mars 2023.
Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögur úr skýrslu sem unnin var eftir úttekt á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar árið 2021. Margar af tillögunum eru þegar komnar í virkni, öðrum er fyrirkomið í drögum að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir drög að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og vísar til umfjöllunar í bæjarráði. Einnig felur nefndin markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera grein fyrir stöðu hverrar tillögu fyrir sig og leggja til kynningar fyrir bæjarráð ásamt stefnunni.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
.3
2301035
Trilludagar 2023
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 2. mars 2023.
Markaðs- og menningarnefnd fjallaði um tillögu markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um möguleika á að útvista umsjón með Trilludögum 2023. Nefndin telur tímann of nauman til að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir komandi sumar, þar sem það tekur nýjan umsjónaraðila tíma að ná utan um verkefnið, tengjast samstarfsaðilum og viða að sér aðföngum o.s.frv. En nefndin leggur til að farið verði í auglýsingu á útvistun Trilludaga fyrir árið 2024 sem fyrst.
Bókun fundar
Bæjarstjórn þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir þessa ábendingu og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að tekið verði tillit til þessarar ábendingar og áhyggja nefndarinnar þegar kostir útvistunar eru skoðaðir.