Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 3. mars 2023.

Málsnúmer 2302010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Fundargerð félagsmálanefndar er í fjórum liðum.

Til afgreiðslu er dagskrárliður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sæbjörg Ágústsdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
  • .1 2302079 Takmarkanir á tóbaksreykingum í Skálarhlíð
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 3. mars 2023. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði breyting á 7. lið húsreglna Skálarhlíðar, sem er svo hljóðandi: ,, Reykingar eru ekki heimilar í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
    Breytingartillagan er svo hljóðandi: ,,Reykingar eru stranglega bannaðar inn í íbúðum og í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
    Auk þess er lagt til breytingar á 1. lið, "Sérstaklega skal gæta að húsfriði milli klukkan 22:00 og 07:00". Var 23:00 og 07.00. Við bætist 12. liður: 12. "Ef ágreiningur verður varðandi ofangreint verður send áminning sem er undanfari riftunar".
    Bókun fundar Bæjarstjórn beinir því til deildarstjóra félagsmáladeildar að huga að hvort hægt sé að koma upp aðstöðu fyrir reykingafólk samhliða því sem bannið tekur gildi. Bæjarstjórn samþykkir einnig með 7 atkvæðum að reykingabannið nái til allra stofnana á vegum sveitarfélagsins.