Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
.1
2211098
Ástandsmat á Hlíðarvegi 45
Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði VSÓ í ástandsmat á ytra og innra byrði fasteignarinnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.2
2301061
Verðtilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Rúnar Friðriksson og Karl Ragnar Freysteinsson kr. 11.623.603,-
Keyrum ehf. kr. 10.294.612,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Keyrum ehf.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.3
2301035
Trilludagar 2023
Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði leiða til þess að útvista hátíðinni til áhugasamra aðila.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
1902049
Afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af svæði í kjallararými Ægisgötu 13
Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.
Fyrir liggur samþykki leigutaka fyrir afnotum skotfélagsins á húsnæðinu. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot af svæði í kjallara Ægisgötu 13. Bæjarráð brýnir fyrir skotfélaginu að leyfis- og öryggismál séu alfarið á þeirra ábyrgð sem notenda. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2302058
Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28. febrúar 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð ítrekar að sveitarfélagið er ekki að taka sér á hendur neinar skyldur né ábyrgð á rekstri eða öryggismálum Hopp.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.