Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2301046
Húsnæðisáætlun 2023
Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að koma ábendingum bæjarráðs um að taka þurfi tillit til mikils fjölda frístundahúsa í sveitarfélaginu þegar kemur að áætluninni.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.2
2104020
Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir góðar umræður á fundinum. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar".
Samþykkt samhljóða.
.3
2302047
Innleiðing á OneLandRobot
Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Innleiðing á OneLandRobot".
Samþykkt samhljóða.
.4
2302039
Geislatæki á Hvanneyrarlind
Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Geislatæki á Hvanneyrarlind".
Samþykkt samhljóða.
.8
2109046
Frekari undirbúningar að Líforkuveri - viljayfirlýsing
Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bæjarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.