Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 7, 8, 9, 13 og 14.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.5
2201057
Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útsvæði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sundlaug Ólafsfirði, framkvæmdir á útisvæði".
Samþykkt samhljóða.
.6
2302026
Endurnýjun íbúðar á sambýlinu, Lindargötu 2
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjórum tækni- og félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Endurnýjun íbúðar við Lindargötu 2".
Samþykkt samhljóða.
.7
2301025
Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands 2023-2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.8
2301037
Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sjávargötu 2.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.9
2302021
Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Fjallabyggðar um tónlistarnám utan lögheimilis sveitarfélags".
Samþykkt samhljóða.
.13
2211068
Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Arnar Þór Stefánsson sem aðalmann Fjallbyggðar í nefndinni. Íris Stefánsdóttir er tilnefnd sem varamaður.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.14
2301049
Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót
Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir beiðni vélsleðafélagsins um að halda annað mót á sunnudeginum 19. febrúar og óskar þeim góðs gengis.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.