Endurskoðun starfsreglna Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 2205040

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 214. fundur - 11.05.2022

Lögð fram drög að breyttum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem hafa verið samþykktar af svæðisskipulagsnefnd.

Megin breyting frá fyrri drögum er að nefndarmönnum er fækkað og laun formanns eru lækkuð. Markmið nefndarinnar með þessum breytingum er að lækka kostnað vegna funda en um leið að viðhalda þessum þarfa samráðsvettvangi sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög af breytingum á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar með 7 atkvæðum.