Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022.

Málsnúmer 2204013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 214. fundur - 11.05.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

  • .2 2205018 Þjónustuhús á tjaldsvæði við Stóra Bola Siglufirði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn. Bókun fundar Lagður fram útfærður viðauki nr.11 við fjárhagsáætlun 2022.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.000.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé vegna tjaldsvæðis við Stóra Bola sem færður verður á deild 13620, lykil 4960.
  • .5 2204096 Félag um Foreldrajafnrétti - ósk um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022. Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ósk félagsins um styrk. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.