Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 5.
Enginn tók til máls.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.1
2203015
Skóladagatöl 2022-2023
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 2. maí 2022.
Undir þessum lið sátu Kristín M. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir komandi skólaár 2022-2023.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.
.5
2202013
Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 2. maí 2022.
Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðun reglna um skólaakstur í Fjallabyggð og vísar til afgeiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.