Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 4, og 6.
Enginn tók til máls.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.1
2111018
Gjaldskrár Vatnsveitu 2022
Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að breyttri gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða gjaldskrá Vatnsveitu 2022 með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að auglýsa gjaldskránna í Stjórnartíðindum b-deild.
.4
2203018
Útilýsing við stofnanir Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í þær úrbætur á lýsingu við stofnanir Fjallabyggðar sem reifaðar eru í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 4.000.000.-, sem mætt verði með lækkun á handbæru fé, vegna úrbóta á lýsingu við stofnanir Fjallabyggðar, sem verður eignfærður á verkefnið Götulýsing 2022.
.6
2201057
Sundlaug Ólafsfirði, flísalögn á útisvæði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í lagfæringar á flísalögn á sundlaugasvæði byggt á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að ráðist verði í lagfæringar á flísalögn á útisvæði sundlaugar í Ólafsfirði, áætlaður framkvæmdakostnaður er 10.millj.kr.
Einnig samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu viðauka þegar tilboð í verkið liggur fyrir en þó ekki hærri fjárhæð en 11 milljónir króna.