Stofnfundur húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES)

Málsnúmer 2202001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 729. fundur - 10.02.2022

Lögð fram fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni dags. 26. janúar 2022, einnig lagðir fram tölvupóstar varðandi málefnið. Í framlögðum gögnum kemur fram að stefnt sé að því að halda stofnfund húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) um miðjan febrúarmánuð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vera stofnaðili að fyrirhugaðri stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar og leggja fram 100.000 kr. stofnfé. Einnig samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.