Fundargerð Hafnarstjórnar er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 5 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 4. nóvember 2021.
Hafnarstjórn samþykkir framkomna tillögu og felur hafnarstjóra að setja verkefnið á framkvæmdaáætlun vegna næsta árs.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Einarsson og Helgi Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar. Helgi Jóhannsson H-lista situr hjá í atkvæðagreiðslu.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 4. nóvember 2021.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 4. nóvember 2021.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að finna hlut hafnarsjóðs í framkvæmdum stað á fjárhagsáætlun næsta árs og áranna 2023 og 2024.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Hafnarstjórnar.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 4. nóvember 2021.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara þess á leit við bæjarstjórn að svæði vestan við Óskarsbryggju verði lagað og almennt unnið að því að bæta ásýnd bæjarins séð frá bryggjunni.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela tæknideild að vinna minnisblað og leggja fram tillögur fyrir næsta fund bæjarráðs.