Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 713. fundur - 07.10.2021

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. september 2021 varðandi innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefnum haustið 2021 til vors 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði til að styrkja við innleiðingu heimsmarkmiða í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar og vera tengilið sveitarfélagsins ásamt S. Guðrúnu Hauksdóttur fyrir hönd kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27.01.2022

Formaður bæjarráðs lagði fram gögn og fór yfir vinnu sem í gangi hefur verið eftir að bæjarstjórn á 713. fundi sínum fól markaðs- og menningarfulltrúa og formanni bæjarráðs að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar og vera tengiliðir vegna innleiðingar heimsmarkmiða. Fram undan er vinnustofa með deildarstjórum sveitarfélagsins þar sem verkefnið verður kynnt og farið yfir næstu skref.
Lagt fram