Landganga farþega skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2108034

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 04.11.2021

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir minnisblað hans og yfirhafnarvarðar er varðar bætta aðstöðu til landgöngu farþega skemmtiferðaskipa, minnisblaðið er samið í kjölfar umræðu á 122. fundi hafnarstjórnar. Niðurstaða hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar er að leggja til að flotbryggju til afnota fyrir Tenderbáta verði valinn staður milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju, þ.e. valkostur 3 í framlögðu minnisblaði. Áætlaður kostnaður við aðstöðusköpun og uppsetningu bryggju er 13 millj.kr. án vsk.
Hafnarstjórn samþykkir framkomna tillögu og felur hafnarstjóra að setja verkefnið á framkvæmdaáætlun vegna næsta árs.