Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021.
Málsnúmer 2102002F
Vakta málsnúmer
-
Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021.
Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum Hornbrekku frá síðasta fundi stjórnar. Vinna við Norðurstofu er langt komin. Byrjað er á endurbótum á herbergjum á íbúðargangi.
Rýmingaráætlun Hornbrekku hefur verið uppfærð.
Verkfallslisti Hornbrekku hefur verið uppfærður og beðið eftir athugasemdum stéttarfélaga.
Ekki er enn komin niðurstaða í einingarverð fyrir samninga við hjúkrunarheimilin og daggjald fyrir dagdvöl árið 2021. Heilbrigðisráðuneytið sendi tilkynningu um breytingu á reglugerð um færni og heilsumat til hjúkrunarheimila þann 18. janúar sl., án nokkurs fyrirvara eða samráðs við hjúkrunarheimili landsins eða Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Mikil óánægja er með þessa breytingu og var henni frestað ótímabundið og SFV boðið á fund með starfsfólki heilbrigðisráðuneytisins, þar sem rætt var um nýju reglugerðina og vonast SFV til þess að viðunandi samstaða náist.
Tilslakanir hafa verð gerðar á heimsóknartímum í Hornbrekku, sem tóku gildi 1. febrúar, tveir heimsóknargestir á dag, íbúar mega fara í heimsókn til þeirra sem þá heimsækja og í bíltúr.
Þorrablót Hornbrekku var haldið föstudaginn 29. janúar, það gekk vel, starfsfólk duglegt að mæta.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Stjórn Hornbrekku - 25. fundur - 5. febrúar 2021.
Hjúkrunarforstjóri fór yfir framvindu við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Vikulegir fundir eru með verkefnastjórn á miðvikudögum, einnig eru fundir með forstöðumönnum hjúkrunarheimila og fundir með smærri hjúkrunarheimilum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum