-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Undanfarið hafa Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegna lokana nú sem og ítrekaðra lokana á síðasta vetri vill bæjarráð Fjallabyggðar leggja á það ríka áherslu að nú þegar verði brugðist við af hálfu ríkisvaldsins, þess aðila sem ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi samgangna. Það er með öllu óásættanlegt að fram undan séu, ef ekkert er að gert og áætlunum ekki breytt, áratugir án úrbóta í samgöngumálum sveitarfélagsins. Þar er vísað til fyrirliggjandi samgönguáætlunar og þess að ríkisvaldið hefur með áætluninni markað þá stefnu að einungis skuli unnið að einum jarðgöngum á hverjum tíma.
Bæjarráð leggur á það ríka áherslu að nú þegar verði, með skýrum hætti, hafist handa við undirbúning framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að leysa af hólmi, annars vegar veginn um Ólafsfjarðarmúla og hins vegar veginn um Almenninga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma bókun bæjarráðs á framfæri.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram erindi Magnúsar Þorgeirssonar, dags. 17.01.2021 þar sem tilkynnt er að hann segir sig frá verkinu Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn þar sem forsendur og tímasetning verksins eru breyttar.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur deildarstjóra að hefja undirbúning að nýrri verðkönnun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar ásamt fylgigögnum, dags. 20.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á holræsahreinsun í Fjallabyggð.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; Hreinsitækni ehf., og Verkval ehf.
Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í holræsahreinsun í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Helga Helgadóttir vék af fundi.
Lögð fram niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna ráðhússins á tillögu bæjarstjóra og vinnutímanefndar á vinnutímafyrirkomulagi vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.
Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag til þriggja mánaða líkt og hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins og verður reynslan að fyrirkomulaginu metin að þeim tíma liðnum.
Bókun fundar
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Tómas Atli Einarsson D-lista leggur fram bókun :
Á fundi bæjarstjórnar þann 15.1.2021 var þetta sama mál í annarri útfærslu afgreitt með eftirfarandi bókun:
“Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur stofnana/vinnustaða að fyrirkomulagi vinnutímaskipulags vegna styttingar vinnuvikunnar með einni undantekningu og er bæjarstjóra falið að útfæra vinnuskipulag í Ráðhúsi þannig að ekki komi til þjónustuskerðingar."
Þessa afgreiðslu staðfestu sex bæjarfulltrúar. Með þjónustuskerðingu er átt við styttri opnunartíma á skrifstofu með tilheyrandi skerðingu á þjónustu við bæjarbúa.
Nú er þetta mál lagt fyrir bæjarstjórn í annað sinn til samþykktar eða synjunar. Í ljósi ofangreindrar bókunar og þeirrar staðreyndar að þjónustuskerðing hefur aldrei verið samþykkt af kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn er mér nauðugur einn kostur að greiða atkvæði gegn afgreiðslu bæjarráðs.
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs felld á 197. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum, Tómasar Atla Einarssonar, S. Guðrúnar Hauksdóttur, Ingibjargar G. Jónsdóttur og Særúnar Hlín Laufeyjardóttur gegn 2 atkvæðum Nönnu Árnadóttur og Jóns Valgeirs Baldurssonar.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Í framhaldi af bókun 679. fundar bæjarráðs. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar varðandi mögulegar staðsetningar á hleðslustöðvum og áætluðum kostnaði við uppsetningu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram erindi Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur fh. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins á Íslandi, dags. 18.01.2121 þar sem óskað er eftir styrk sem nemur kostnaði við stöðuleyfi 20 feta gáms, kr. 27.800, sem stendur á lóð SR- Vélaverkstæðis. Gámurinn er notaður til að hýsa fatnað sem safnast í fatagám Rauða krossins á Siglufirði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram til kynningar erindi félags- og barnamálaráðherra og forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnun (HMS)er varðar Húsnæðisþing 2021 - Húsnæði undirstaða velsældar sem haldið verður í streymi 27. janúar nk. frá kl. 13 - 15.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmáladeildar og tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram til kynningar erindi Eyþórs Björnssonar framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 15.01.2021 er varðar skipan stjórnar SSNE í undirnefnd umhverfismála SSNE í samræmi við samþykkt aukaþings SSNE 11.12.2020 auk tillögu að hlutverki nefndarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lagt fram til kynningar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 21.01.2021 frumvarp til umsagnar til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar Norðurlandi eystra (SSNE) frá 13. janúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26. janúar 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð 128. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 15. janúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 681. fundar bæjarráðs staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum