Aflabrögð á nýliðnu fiskveiðiári

Málsnúmer 2009044

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17.09.2020

Fyrir fundinn eru lagðar til kynningar helstu tölur um afla á nýliðnu fiskveiðiári og aðrar upplýsingar sem fram komu í tölvupósti Fiskistofu dags. 15.09 2020.
Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega einni milljón og sautján þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.