Skálarhlíð, viðauki

Málsnúmer 2006061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.06.2020 þar sem óskað er eftir viðauka kr. 8.000.000 til þess að mæta auknu viðhaldi á íbúðum í Skálarhlíð.

Bæjarráð samþykkir viðauka kr. 8.000.000 vegna aukins viðhalds í Skálarhlíð sem og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að yfirfara samþykkta áætlun vegna viðhalds og leggja fram tillögu til bæjarráðs um verkefni sem hægt er að taka út á móti.

Kostnaður bókast í viðauka nr. 19/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Viðaukinn verður á málaflokk 61790 og lykil 4965.