-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lögð fram skýrsla forsætisráðuneytisins, dags. 28.02.2020 Uppbygging innviða - Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Lögð fram drög að umsögn bæjarstjóra vegna skýrslunnar,dags. 07.04.2020.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsögnina áfram í samráðsgátt stjórnvalda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lögð fram drög að framlengingu að þjónustusamningum um rekstur tjaldsvæðis á Siglufirði og tjaldsvæðis í Ólafsfirði, við Kaffi Klöru ehf. fyrir árið 2020 samkvæmt ákvæði 10. gr. samninga frá 2019 þar sem segir að heimilt sé að framlengja samningana um eitt ár í senn, að hámarki tvisvar sinnum.
Bæjarráð samþykkir drög að framlengingu á þjónustusamningi við Kaffi Klöru um tjaldsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samingana fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
Lögð fram tillaga tæknideildar; að lækkun á hámarkshraða og að þrengingum á götum við íþróttamiðstöðvar, leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu svo og við tónlistarskólann í Ólafsfirði, ásamt kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.03.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Árni Helgason ehf., Smári ehf., Bás ehf., Fjallatak ehf., Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.
Bæjarráð samþykkir heimild til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.03.2020 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Malbikun í Fjallabyggð 2020" mánudaginn 30. mars.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Colas hf. kr. 31.998.500
Malbikun Norðurlands kr. 26.302.500
Malbikun Akureyrar kr. 24.109.000
Kostnaðaráætlun kr. 24.038.500
Deildarstjóri leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar Akureyrar kr. 24.190.000 í malbikun í Fjallabyggð 2020 sem jafnframt er lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram erindi Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur, dags. 02.04.2020 þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá öllum trúnaðarstörfum sem bæjarfulltrúi Fjallabyggðar, tímabilið 8. apríl til 1. september 2020 af persónulegum ástæðum.
Bæjarráð samþykkir að veita Særúnu Hlín tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Undir þessum lið víkur Nanna Árnadóttir af fundi.
Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar, dags. 31.03.2020 þar sem hann vill athuga með möguleikann á því fá leigð tæki og tól (lóð og aðra hluti sem auðvelt er að færa á milli) úr líkamsræktum Fjallabyggðar á meðan þær eru lokaðar vegna COVID-19.
Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 03.04.2020 þar sem fram kemur að leitað hefur verið eftir upplýsingum frá átta öðrum sveitarfélögum sem reka líkamsræktarsali og hafa þau ekki farið þá leið að leigja tæki og áhöld úr líkamsæktarsölum til íbúa.
Bæjarráð samþykkir að tæki og áhöld úr líkamsræktarstöðvum sveitarfélagsins verði ekki leigð til íbúa.
Bókun fundar
Til máls tók Ingibjörg G. Jónsdóttir
Meirihluti leggur til að vísa málinu til endurskoðunar í bæjarráði í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verði ekki opnaðar í bráð.
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Flugklasans Air 66N frá 12.10.2019 til 31.03.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram til kynningar erindi MAST Matvælastofnunar, dags. 26.03.2020 til allra sveitarfélaga vegna veirusjúkdóms, sem komin er upp í kanínum í Reykjavík, sem nauðsynlegt er að öll sveitarfélög þar sem kanínur eru séu vakandi yfir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.03.2020 þar sem segir í bókun fundar frá 27.03.2020 um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf sem sambandið sendi til sveitarfélaga og landshlutasamtaka 19. mars sl.;
„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með að þær aðgerðir sem
sambandið hefur lagt fram hafi nýst sveitarfélögunum. Stjórn leggur áherslu á að
áfram verði unnið að framgangi þeirra í samráði við ríkisstjórn og að fylgst verði vel
með þróun mála og nýjar hugmyndir mótaðar eftir því sem fram vindur. Stjórn hvetur
jafnframt sveitarfélögin til að móta frekari hugmyndir sem nýtast atvinnulífinu og
íbúum á þessum erfiðu tímum í sínu nærsamfélagi.“
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.03.2020 þar sem eftirfarandi kemur fram:
Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga. Öllum sveitarstjórnum er nú heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:
1. Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
2. Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
3. Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.
Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.
Auglýsingin er birt með vísan í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sem kveður á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlagatil að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.
- Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga, nr.267/2020
- Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi)
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.03.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum