Ný úttekt á aflahlutdeild stærstu útgerða

Málsnúmer 1803021

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 96. fundur - 26.04.2018

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa aflahlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda. Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan koma Samherji og Síldarvinnslan. Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um.

Hægt er að sjá ný gögn og upplýsingar um málið á eftirfarandi vefslóð:

http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/aflahlutdeild-staerstu-utgerda-1

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka saman upplýsingar um þróun aflaheimilda í Fjallabyggð síðustu tíu ár.