Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Málsnúmer 1803009F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Fulltrúar björgunarsveitarinnar Tinds, Tómas Atli Einarsson og Lára Stefánsdóttir mættu á fund bæjarráðs.
Komið hefur fram að heilbrigðisráðherra ætli ekki að stíga inn í ákvörðun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands samkvæmt tölvupósti frá 19. mars 2018.
Bæjarráð styður að vettvangsliðateymi verði komið á fót í Ólafsfirði til að stuðla að auknu öryggi íbúa Fjallabyggðar. Bæjarráð mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að sjúkrabíll verði í Ólafsfirði og vísar til bókana og samtala við fulltrúa ráðuneytisins um þetta mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Tekin fyrir tillaga frá fulltrúum í öldungarráði að breyttri samþykkt fyrir öldungarráð.
Bæjarráð þakkar fyrir góðar ábendingar en samþykkir að verða ekki við ábendingunum og vísar til bæjarmálasamþykktar sveitarfélagsins frá 23. janúar 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Lögð fram umsókn deildarstjóra tæknideildar til styrktarsjóðs EBÍ, þar sem óskað er eftir styrk til byggingu á fuglaskoðunarhúsi við Leirurnar á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Lagt fram erindi íbúa við Hvanneyrarbraut 52 vegna skemmda á steinkanti og girðingu af völdum snjómoksturstækja.
Óskað hefur verið eftir því að verktakinn lagfæri steinkantinn og girðinguna án árangurs.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að ræða við verktakann, Bás ehf., og afgreiða málið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Tekið fyrir erindi frá Nordjobb, þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð bjóði tveimur starfsmönnum sumarvinnu.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Tekin fyrir úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Fjallabyggðar árið 2017.
Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs og fari yfir úttektina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun 2018-2024. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 21. mars n.k..
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Lagður fram til kynningar undirritaður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags grunnskólakennara mun liggja fyrir 21. mars n.k..
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20. mars 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 95. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 16. mars 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 548. fundar bæjarráðs staðfest á 159. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.