Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Málsnúmer 1710006F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Formaður kynnti fundarmönnum Norrænu strandmenningarhátíðina 2018 sem fyrirhugað er að haldin verði á Siglufirði 4.-8. júlí n.k. Ljóst er að umfang hátíðarinnar er mikið. Umræða varð um strandmenningarhátíðina og um nauðsyn þess að samræma upplýsingagjöf um viðburðinn. Um síðustu helgi kom sendinefnd til Siglufjarðar til að skoða aðstæður. Markaðs- og menningarnefnd vísar í erindi Anítu Elefsen f.h. starfshóps um norrænu strandmenningarhátíðina um sameiginlegan fund og hvetur til slíks samráðsfundar sem fyrst.
Bókun fundar
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
Valur Þór Hilmarsson tók til máls.
Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram og fór yfir skýrslur og uppgjör vegna sjómannadagshátíðar, Trilludaga, 17.júní hátíðar og Berjadaga. Einnig var skýrsla um sumarstarf Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar lögð fram til kynningar. Nefndin þakkar forsvarsmönnum hátíðanna fyrir uppgjör og skýrslur sem borist hafa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir athugasemdir og áhersluatriði sem fram komu á stöðufundi markaðs- og menningarnefndar með fulltrúum ferðaþjónustuaðila frá 20.september s.l. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að flokka enn frekar og kostnaðargreina þá þætti sem lúta að sveitarfélaginu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum drög samkomulagi milli Tjarnarborgar og listamanna á vegum Listhús um afnot af menningarhúsinu veturinn 2017-2018. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17. október 2017
Tekið fyrir innsent erindi frá Bylgju Hafþórsdóttur sumarstarfsmanni upplýsingamiðstöðvar ferðamanna þar sem hún bendir á það sem betur má fara í þjónustu fyrir ferðamenn í Fjallabyggð. Nefndin þakkar Bylgju fyrir ábendingarnar og mun taka þær til greina í tengslum við dagskrárlið 3.
Bókun fundar
Afgreiðsla 36. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 150. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.