- Þjónusta
- Velferð og fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundastarf
- Skipulags- og byggingarmál
- Umhverfismál
- Veitur, hafnir og Þjónustumiðstöð
- Ertu að flytja í Fjallabyggð?
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Menning og söfn
- Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
- Listaverkasafn Fjallabyggðar
- Menningarhúsið Tjarnarborg
- Síldarminjasafnið
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
- Alþýðuhúsið á Siglufirði
- Pálshús Ólafsfirði - Náttúrugripasafn
- Ljóðasetur Íslands
- Saga Fotografica - Photo History Museum
- Herhúsið
- Gallerý og vinnustofur
- Menningarstyrkir
- Bæjarlistamaður
- Ferðaþjónusta
- Upplifðu Fjallabyggð
- Fjallabyggð fagnar þér
- Gisting í Fjallabyggð
- Veitingastaðir
- Afþreying og útivist
- Afþreying utandyra
- Golfvellir
- Gönguleiðir á Tröllaskaga
- 1 - Siglunes
- 2 - Hafnarfjall - Hvanneyrarskál
- 3 - Dalaleið
- 4 - Hestskarð til Héðinsfjarðar
- D-E - Gönguleiðir á snjóflóðagörðum (Ríplum) Siglufjarðar
- 5 - Íllviðrishnjúkur
- 7 - Rauðskörð úr Héðinsfirði - Kleifar
- 8 - Fossabrekkur frá Kleifum til Héðinsfjarðar
- 10 - Botnaleið Siglufjörður / Ólafsfjörður
- 11 - Botnaleið - Héðinsfjörður
- 12 - Siglufjarðarskarð
- 16 - Ólafsfjarðarmúli - Múlakolla
- 19 - Grímubrekkur
- 17 - Kerahnjúkur
- 18 - Drangar
- B - Ólafsfjarðarvatn
- C - Gönguleið á snjóflóðagarð ofan Hornbrekku í Ólafsfirði
- Fossdalur
- Hreppsendasúlur
- Hvanndalir
- Reykjaheiði
- Ólafsfjarðarskarð
- Skollaskál
- Sóti Lodge - gönguferðir
- Ferðafélagið Trölli
- Útsýnisflug og þyrluflug
- Vetrarafþreying
- Afþreying á sjó eða vatni
- Sóti Travel
- Skotfélag Ólafsfjarðar
- Náttúrufar og dýralíf
- Gönguleiðakort Fjallabyggðar
- Afþreying utandyra
- Viðburðir
- Áhugaverðar síður
- Norrænir vinabæir Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
- Menning og söfn
- Þjónustugátt
- Fundagátt
Skólasetning fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2017, stundaskrár og ritföng verða afhent. Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara.
Skráðir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru 196. 106 nemendur eru í starfsstöðinni á Siglufirði og 90 í starfsstöðinni í Ólafsfirði.
Skólastarf er undirbúið skv. nýrri fræðslustefnu og munu nemendur 1.-5. bekkjar verða á Siglufirði og nemendur 6.-10. bekkjar í Ólafsfirði. Kennsla í 1.-5.bekk hefst kl. 8.30 en kennsla í 6.-10.bekk hefst kl. 8.10.
50 starfsmenn mæta til starfa í haust, 32 kennarar og 18 aðrir starfsmenn. Meiri mannabreytingar eru nú miðað við síðustu ár. Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri var ráðin 1. ágúst ásamt Ásu Björk Stefánsdóttur umsjónarkennara 5. bekkjar, Gurrý Önnu Ingvarsdóttur sérkennara og Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur sérkennara. Sigríður Ásta Hauksdóttir náms- og starfsráðgjafi verður í 20% starfi við skólann en hún mun einnig vinna við MTR.
Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13.30-14.30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00.
Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar við MTR hefur verið aukið. Nokkrir nemendur í unglingadeild sækja þar valgreinar (vélmennafræði og blak), sem er viðbót við ensku og grunnáfanga í náttúru- og félagsvísindum sem 10. bekkingar hafa getað stundað sl. ár.