Uppbygging innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi

Málsnúmer 1609026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku, dagsett 6. september 2016 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með Norðurorku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Fjallabyggð hefur komið upp hæghleðslustöð við ráðhúsið. Deildarstjóra tæknideildar er falið að ræða við Íslenska gámafélagið og Vistorku og leggja fram umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna tilboða í hraðhleðslustöð í Fjallabyggð. Vistorka ehf. sótti um styrk til Orkusjóðs í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi og fékkst styrkur til uppsetningar hraðhleðslustöðva. Sveitarfélögum var í sjálfsvald sett að semja við Orku Náttúrunnar, Ísorku og Íslenska gámafélagið, eða Hlöðu.
Í umsögn deildarstjóra tæknideildar er lagt til að taka tilboði Ísorku og Íslenska gámafélagsins, þar sem þeir bjóðast til þess að sjá um uppsetningu og rekstur stöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við Ísorku og Íslenska gámafélagið um mögulega staðsetningu hraðhleðslustöðvar í sveitarfélaginu.