Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1606064

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 03.08.2016

Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

Málið rætt og hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að koma með tillögu þegar gjaldskrá Fjallabyggðarhafna verður uppfærð í haust.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 05.09.2016

Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

Erindinu var vísað til bæjarstjóra og yfirhafnarvarðar. Málið verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlana og ákvörðun gjaldskrár Fjallabyggðahafna í desember.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 13.03.2017

Lögð fram áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.
Lagt fram til kynningar.