Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 638. mál

Málsnúmer 1604070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Á 442. fundi bæjarráðs, 26. apríl 2016, var til umfjöllunar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.

Umsögn send nefndarsviði lögð fram.

Þau atriði sem helst bera að nefna í umsögn varða endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði, Skarðsveg í Skarðsdal og gatnamót Snorragötu, Gránugötu og Suðurgötu, Siglufirði.