Aðalfundur Róta bs. málefni fatlaðs fólks - fulltrúar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 30.september kl. 13:00 í Menningarhúsinu Dalvík.
Samkvæmt samþykktum Róta bs. 10. gr. skal halda aðalfund fyrir lok septembermánaðar. Á aðalfundi byggðasamlagsins eiga sæti fulltrúar allra aðildarsveitarfélaganna,einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu.
Fjallabyggð á 7 fulltrúa.
Fulltrúar Fjallabyggðar eru kjörnir bæjarfulltrúar og varamenn þeirra.
Kjörgengir til setu á aðalfundi eru aðal-og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.