Málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Fjallabyggð

Málsnúmer 1407032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15.07.2014

Formaður bauð Konráð K. Baldursson og Rúnar Guðlaugsson velkomna til fundar við bæjarráð til að ræða tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi eystra.  Í nýju frumvapi til fjárlaga fyrir árið 2014 kemur fram að ætlunin sé að sameina heilbrigðisstofnanir í þrem heilbrigðisumdæmum.
Gert er ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði til í kjölfar sameiningar heilbrigðisstofnana á Blönduósi, Sauðárkróki og Fjallabyggð auk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri.

Sameiningin á að taka gildi þann 1. október næstkomandi og mun þá nýr forstjóri taka við hinum sameinuðu stofnunum. Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytis. Þar er því haldið fram að með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna. Markmiðið er m.a. að nýta fjármuni betur.

Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar þar sem þetta mál verður m.a. á dagskrá.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22.07.2014

Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.

Bæjarstjóri átti fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar mánudaginn 21.07.2014.

Þar var ákveðið að boða til samráðsfundar að loknum fundi í byggðarráði Dalvíkur, en fundur er fyrirhugaður í næstu viku.

Til umræðu voru neðantalin málefni:

1.  Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar

2.  Rekstur Tónskóla

3.  Samstarf á sviði leik- og grunnskóla

4.  Samgöngumál

5.  Lífeyrisskuldbindingar 

6.  Önnur mál.